Tjaldið

 

Tjaldið eftir Miðnætti í samstarfi við Borgarleikhúsið

Tjaldið er upplifunarleikhús fyrir börn frá þriggja mánaða til þriggja ára – sem og foreldra þeirra og forráðamenn. Hér verður boðið upp á litla veislu fyrir skynfærin þar sem börnin fá að skyggnast undir leikhústjaldið og upplifa tóna, liti og snertingu sem bæði örvar, þroskar og gleður andann. Athugið að ekki er stuðst við móðurmál í sýningunni svo hún er ætluð öllum börnum óháð tungumáli.

Leikverkið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu 10. október 2021.

Tjaldið

Höfundar: Agnes Wild, Sigrún Harðardóttir, Nick Candy, Eva Björg Harðardóttir
Leikstjórn: Agnes Wild
Tónlist og hljóð: Sigrún Harðardóttir
Leikmynd, búningar og leikgervi: Eva Björg Harðardóttir
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Sviðshreyfingar: Juliette Louste, Agnes Wild
Framkvæmdastjórn: Kara Hergils, MurMur Productions

 

Ljósmynd: Atli Einarsson

Previous
Previous

eyður

Next
Next

Club Romantica