eyður
eyður eftir Marble Crowd í samstarfi við Þjóðleikhúsið.
Verkið fjallar um fimm strandaglópa sem ranka við sér á eyðieyju einhversstaðar milli raunheima og skáldskapar. Í framandlegu vistkerfi reyna þau að endurskapa heiminn eftir minni. Á meðan leikmennina rekur á milli raunverulegra og ímyndaðra kringumstæðna birtast þeim sýnir á flökti milli fortíðar og framtíðar. eyður er önnur sýning Marmarabarna samstarfi við Þjóðleikhúsið en fyrri sýningin, Moving Mountains, var tilnefnd til gagnrýnendaverðlauna evrópska tímaritsins Tanz 2017 og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna 2019 í flokknum danshöfundur ársins.
Leikverkið var frumsýnt 6. janúar 2020 í Þjóðleikhúsinu.
eyður
Höfundar og flytjendur: Marble Crowd (Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Sigurður Arent Jónsson, Saga Sigurðardóttir, Védís Kjartansdóttir)
Myndbandshönnun: Guðmundur Úlfarsson
Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir
Tónlist og tónlistarflutningur: Gunnar Karel Másson
Ljósahönnun: Halldór Örn Óskarsson
Dramatúrg: Igor Dobricic
Aðstoð við búninga: Tanja Huld Levý
Kynningar- og markaðsmál: Kara Hergils
Ljósmyndir: Owen Fiene
Aðstoð við uppsetningu: Birnir Jón Sigurðsson