Twisted Forest, eftir alþjóðlega leikhópinn Wunderland, er þátttökuverk sem sett verður upp í Heiðmörk í Reykjavík dagana 24. ágúst til 3. september. Verkið er þátttökuverk, einskonar listræn útgáfa af hlutverkaspili (e. role playing game), völundarhús af ólíkum upplifunum í skóginum. Í upphafi verksins fá áhorfendur sérstakan búning og heyrnatól, en þeir eru m.a. leiddir í gegnum verkið með hljóðmynd sem stýrist af GPS kerfi og því hvar áhorfandinn er staddur hverju sinni. Hljóðmyndin teymir áhorfann áfram og býður honum að uppgötva umhverfið í kringum sig á óhefðbundin hátt. Í skóginum hitta áhorfendur leikara, sem eru í hlutverki leikstjórnanda. Á ólíkum stöðum í Heiðmörk, utan við hefðbundinna gönguleiða, hafa verið sett upp svæði með ýmiskonar upplifunum. Á sumum svæðum hitta áhorfendur leikara sem leiða þá í gegnum ákveðna upplifun en annars staðar eru þeir leiddir áfram af hljóðmyndi. Áhorfendur ferðast í hópi og einir síns liðs. Þeir geta stoppað eins lengi og þeir vilja við hverja upplifun, ákveðið hvort þeir vilja eða vilja ekki taka þátt og hvenær þeir halda áfram ferð sinni. Þannig er upplifun hvers og eins persónubundin og ólík upplifun annara.
Sýningar á Twisted Forest
-
Sýning kl. 12:00
Sýning kl. 15:00 -
Sýning kl. 12:00
Sýning kl. 15:00 -
Sýning kl. 12:00
Sýning kl. 15:00 -
Sýning kl. 12:00
Sýning kl. 15:00
Miðaverð: 2900 kr.
Lengd: Rúmlega 2 tímar.
Sýningin fer fram í Heiðmörk, utan hefðbundinar gönguleiðar, svo áhorfendur þurfa að geta gengið á ólíku undirlagi. Munið að klæða ykkur eftir veðri og vera í góðum skóm.
Sýningin hefst í Gamla sal í Elliðavatnsbæ. Sýningin hentar börnum frá 10 ára aldri og upp úr. Hljóðmynd verksins er á ensku.
UMSAGNIR ÁHORFENDA
"A bath for the soul! An important throwback to childhood fantasy play. Truly wonderful!"
“Fantastic performance, so very good and different, much needed, hands-on. Thanks!”
"Harmonious, surprising and barrier-breaking!"
“Wow! Was this cosy, magical, genius! Thank you for the inspiration and that we got to connect with NATURE”
UM LEIKHÓPINN WUNDERLAND
Alþjóðlegi leikhópurinn Wunderland var stofnaður af Mette Aakjær árið 2007. Wunderland hefur unnið sviðsverk, gjörninga, innsetningar og staðið fyrir vinnustofum. Hópurinn leggur áherslu á að skapa þátttökuverk sem ögra skynjun áhorfandans. Í verkunum ferðast áhorfendur oft um á milli ólíkra svæða og upplifa verkið í gegnum líkamlega skynjum með hljóðverkum, gjörningum, texta, dansi o.s.frv. Helst rannsóknarefni leikhópsins er hvernig upplifun okkar, bæði líkamleg og andleg, hefur áhrif á það hvernig við skynjum heiminn. Wunderland leitast við að varpa öðru ljósi á þessa skynjun með gagnvirku samtali við áhorfandann. Hópurinn vinnur þverfaglega með fjölbreyttum hópi listafólks, s.s. sviðshöfundum, hljóðlistafólki, skapandi tæknifólk, myndlistarfólki og dönsurum, allt eftir inntaki hvers verks hverju sinni. Samstarf Wunderland er alltaf alþjóðlegt og hafa verk hópsins verið sýnd víða, m.a. Í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og á Íslandi en hópurinn sýndi verk sitt Pheonix í Snarfarahöfn á Listahátíð í Reykjavík árið 2016.
Twisted Forest á Íslandi er sett upp í samtarfi við MurMur Productions og Skógræktarfélag Reykjavíkur. Sýningar hérlendis eru styrktar af Barnamenningarsjóði.