
Þórbergur
Ljósmynd: Hörður Sveinsson
Leikhópurinn Edda Productions frumsýndi nýtt leikverk í Tjarnarbíói í febrúar 2017, um Þórberg Þórðarson, einn af ástsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Leikgerðin var unnin af hópnum upp úr viðtalsbókinni, Í kompaníi við allífið og Bréfi til Sólu ásamt fleiri bókum. Skyggnst var inn í umskiptingastofuna hjá Þórbergi og Margréti, þar sem ungur maður tekur hús á skáldinu, ferðast með honum í gegnum tíma og rúm. Þórbergur fræðir hann um allífið og tilveruna en undir niðri leynist djúpstæður harmur.
Sýningin Þórbergur var frumsýnd í Tjarnarbíó í febrúar 2017 og hlaut eina Grímutilnefningu árið 2017: Lýsing ársins - Kjartan Darri Kristjánsson
Þórbergur
Framleiðsla: EP
Leikstjórn: Edda Björg Eyjólfsdóttir
Leikarar: Birna Rún Eiríksdóttir, Friðrik Friðriksson, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.
Tónlist og hljóðmynd: Stefán Már Magnússon
Leikmyndahönnun: Stígur Steinþórsson
Búningahönnun: María Th. Ólafsdóttir
Ljósahönnun: Kjartan Darri Kristjánsson
Ljósmyndun og myndvinnsla: Egill Gunnlaugsson
Framkvæmdastjórn: Davíð Freyr Þórunnarson
Hópurinn naut aðstoðar og visku rithöfundarins Péturs Gunnarssonar við mótun leikgerðar.