
Neind Thing
Neind Thing eftir Ingu Huld Hákonardóttur í Tjarnarbíó.
Þrjár sviðslistakonur og einn trommara leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika. Neind Thing byggir á þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans, vonleysi gagnvart distópískri framtíð, stöðugu áreiti miðla og ekki síst þversagnakenndum og athyglistelandi netheimi. Leikurinn er: Neitið og þér munið finna; nýja neind, nýtt zen, nýjar leiðir, nýja vini, ný lönd, nýjar hugmyndir, nýtt everything!
Verkið fram frumsýnt í Tjarnarbíó 28. október 2021.
Neind Thing
Höfundur: Inga Huld Hákonardóttir
Flytjendur: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Inga Huld Hákonardóttir
Lifandi tónlist: Ægir Sindri Bjarnason
Lifandi ljós: Arnar Ingvarsson
Leikmyndahönnuður: Guðný Hrund Sigurðardóttir
Listræn ráðgjöf: Halla Ólafsdóttir og Ásgerður Gunnarsdóttir
Styrktaraðilar: Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Sviðslistaráð og Kunsten Werkplatz - Brussel
Sérstakar þakkir: Dansverkstæðið
Framkvæmdastjórn: Kara Hergils, Murmur Productions
Grafísk hönnun: Gréta Þorkelsdóttir
Myndir: Kaja Sigvalda
Ljósmynd: Kaja Sigvalda